Share for friends:

Read Gedichten (2013)

Gedichten (2013)

Online Book

Author
Genre
Rating
3.69 of 5 Votes: 1
Your rating
Language
English
Publisher
De BezigeBij

Gedichten (2013) - Plot & Excerpts

Ég kláraði samnefnda ljóðabók Yahyas Hassan í gær rétt áður en ég lagðist í sólarhringsflensu (aðra á mjög stuttum tíma). Ég get ekkert lesið þegar ég er veikur, heilinn í mér steikist alveg og ég missi þá litlu einbeitingarhæfileika sem ég hef fyrir.Yahya Hassan er „Palestínumaður án ríkisfangs en með danskt vegabréf“ – þannig er það orðað á bakkápu bókarinnar og það stendur ekkert meira. Jú, fyrirgefið, það kemur fram að hann er fæddur 1995. Hann er sem sagt nítján ára í ár. Bókin er mjög persónulegt uppgjör við Islam, við Danmörku og Gaza-ströndina, fjölskylduna, félagana – það að vera múslimi, glæpamaður, rithöfundur.Bókin Yahya Hassan er án nokkurs vafa bókmenntaviðburður síðasta árs í dönsku þjóðlífi – það voru prentuð af bókinni 57.000 eintök fyrir jól, hún kom fyrst út í október í 800 eintökum, og höfundurinn hefur verið í lífvarðafylgd á ljóðaupplestrum. Maðurinn Yahya Hassan er í senn eins konar Salman Rushdie og Ayaan Hirsi Ali, eins konar Charles Bukowski, Sylvia Plath og Rimbaud, í senn gott skáld og klént skáld, konfessjónalískur og konsepsúalískur, manipúlerað peð í pólitískri refskák og eini frjálsi andinn í stöðnu dönsku andrúmslofti. Hann er einhvern veginn bæði erkitýpískur unglingur í uppreisn gegn foreldrum sínum og þeirra úreldu og ómanneskjulegu hefðum – hreinlega eins konar hippi – og fullorðinn maður með feykigott vald á hugarheimi sínum. Eigindlegur og megindlegur – ljóðmælandi er að tala um sjálfan sig, en hann gerir það á stað þar sem allt sem hann segir verður skilið sem allegóría fyrir alla aðra „í hópnum“, hann sé að mæla sannleikann innan úr innsta kjarna Íslam eða álíka, sé að afhjúpa fátæklinga sem glæpalýð og „kerfisfræðinga“. Og einhvers staðar er maður nauðbeygður að skilja hið einstaka sem fulltrúa hins almenna, í það minnsta sem atkvæði inn í flóruna.Bókin er auk þess drifin áfram af persónulegri paþosvél – bókstaflega öll skrifuð í hástöfum – svo það er erfitt að hafna henni á einn eða annan hátt – að ætla að fara að finna að henni er einsog að „efast um upplifun fórnarlambs“ svo notað sé vinsælt orðasamband. Og það sem gerir hana áhugaverða er kannski alls ekki það sem gerir ljóðabækur venjulega áhugaverðar – ekki „listin“, ekki ljóðin sem slík, ef þetta væri nákvæmlega sama bók um uppgjör hvítrar stelpu við foreldra sína og þeirra smáborgarakúltúr, jafnt þótt hún innihéldi sama sársauka, sams konar upplifanir (og ég minni á að horrorinn á sér stað á öllum hæðum hússins) þá hefði hún verið allt önnur, einfaldari og síðri bók. Ekki þar fyrir að þannig bækur geti ekki verið góðar, en þeim dugar ekki að vera svona direkt. Þær þurfa á fleiri krákustígum að halda, meiri íróníu, meiri meta, fleiri levelum. Nema það sé einmitt galdurinn við Yahya Hassan – að þarna er ekkert fleira. Það er „ljóðrænt mál“ á köflum en það er afar beisikk – fyrirsjáanlegar og gegnsæjar myndlíkingar sem geta þar með aldrei orðið tilgerðarlegar eða torfgerðarlegar. Og svo ryðst hann áfram í samfelldri röddu – stílraust sem er jafn örugg og akkúrat og stílraust Bukowskis (burtséð frá kostum og göllum Bukowskis þá þekki ég engan rithöfund sem er jafn strípaður og samt auðþekkjanlegur og hann).Ég á að skrifa um þessa bók fyrir danskt bókmenntatímarit og það er ekki auðvelt því hún vekur eiginlega upp slíka orrahríð af hugsunum að maður fær ekki almennilega hönd á neina þeirra fest. Og einsog venjulega er gagnrýnandum erfiðast að losa sig við tilgangslausustu spurninguna: Er þetta gott eða vont? Vel gert eða illa? Og kemst því aldrei almennilega í gegn til að spyrja sig einfaldlega: hvað er þetta?Stundum les ég hana og mér líður einsog þarna gaurnum í Office Space sem er að hlusta á ofbeldisfullt hipphopp í bílnum sínum á hæsta blasti en fær svo kvíðakast þegar svartur rúðuþvottamaður ætlar að skafa hjá honum framrúðuna.Stundum líður mér einsog þegar ég fór á karatemyndir sem barn eða hlustaði á Rage Against the Machine sem unglingur. Á fantasísku hlutverkaleiksfylleríi. Eitthvað svona Í dag erum við öll Yahya Hassan.Ég hef haft áhyggjur af dönsku samfélagi í mörg ár og líður einsog þessi bók eigi í senn eftir að nýtast þeim sem þurfa að geta gert uppgjör við foreldra sína – sérstaklega múslimska unglinga, sem eru stór hluti af dönsku þjóðlífi – og hinum sem vilja gera því skóna að best sé að loka landamærum og pína svínakjöt ofan í alla í tollinum og leggja niður bótakerfið. Og það er vantraust af minni hálfu – ég treysti ekki samfélaginu til þess að melta upplýsingar af þessu tagi og komast ekki að forpokuðum niðurstöðum. Það er í öllu eðlilegu samhengi fyrst og fremst mitt vandamál, eða ætti að vera það.Eitt af því áhugaverðasta við samtíma-íslamófóbíu er að hún, sem kúltúr, krefst þess alls ekki að til staðar séu neinir múslimar. Þannig er engin moska á Íslandi og strax búið að „vanhelga“ lóðina sem var úthlutað (eftir áralanga bið).Ég veit ekkert hvað ég ætla að skrifa um hana. Ábyggilega eitthvað af ofangreindu. Ég hef þrjár vikur til að hugsa málið. MIG JEG TÆNKER AT DET HER ER HELT I ORDEN OG ABSOLUT VÆRD AT LÆSENOGLE GANGE ER SPROGET OG FORMEN STÆRK OG HÅRDOG GØR INDTRYKNOGLE GANGE GÅR DET LIDT I RINGJEG VED IKKE OM DET ER POESIELLER KNÆKPROSAELLER BARE EN RÆKKE GLIMT FRA EN DAGBOGMEN DET ER MÅSKE OGSÅ LIGEMEGETDET ER VELSAGTENS ET GYLDIGT SKRIFTLIGT UDTRYKDE BEDST DIGT ER DEM SOM ER SKREVT PÅ PERKERDANSKDE SJOVE OG LÆSEELLERS VIRKER DET SOM FUCKING NEDEREN AT VÆRE GHETTOPERKERMEN DET HAVDE JEG JO NOK EN MISTANKE OM I FORVEJEN

What do You think about Gedichten (2013)?

Slutt å omsette mellom dei skandinaviske språka!
—Fara743

Fantastisk og skræmmende. Ærligt og ulækkert.
—jod

Interesting poems
—LilyHudg

Quite powerful.
—Amena

Write Review

(Review will shown on site after approval)

Read books by author Yahya Hassan

Read books in category Poetry